22. maí 2023
Óvíst er hvenær lyfið verður fáanlegt aftur.
Með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 framlengir Lyfjastofnun heimild lyfjafræðinga í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Glimeryl 1 mg og Glimeryl 2 mg í sambærileg undanþágulyf, sbr. áður, til 1. júlí 2023.
21. apríl 2023
Vegna skorts á skráða lyfinu Glimeryl 2 mg heimilar Lyfjastofnun, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, lyfjafræðingum í apótekum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Glimeryl 2 mg í Glimepirid 2 mg (vnr. 993007). Heimildin gildir til 1. júní 2023.
13. janúar 2023
Vegna tafa á sendingum af skráða lyfinu framlengir Lyfjastofnun, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, heimild lyfjafræðinga í apótekum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Glimeryl 1 mg í Glimepirid 1 mg til 20. maí 2023.
12. desember 2022
Skráða lyfið Glimeryl er ófáanlegt í 1 mg og 2 mg styrkleika. Glimeryl 2 mg er væntanlegt aftur um miðjan desember en Glimeryl 1 mg í maí 2023.
Ráð til lækna og lyfjafræðinga:
Undanþágulyf hefur verið útvegað og er fáanlegt hjá heildsölunni Parlogis:
- Vnr. 991366 Glimepirid 1 mg 120 töflur
Lyfjastofnun heimilar, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, lyfjafræðingum í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Glimeryl 1 mg í ofangreint undanþágulyf, í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á.
Heimild til að breyta lyfjaávísun fyrir Glimeryl 1 mg yfir í undanþágulyfið Glimepirid 1 mg gildir til 10. janúar 2023.
Lyfjafræðingar skulu upplýsa lyfjanotendur um að lyfið hafi ekki íslenskt markaðsleyfi þegar þeir nýta þessa heimild, ásamt því að gera grein fyrir mögulegum aukaverkunum og öðrum upplýsingum sem kunna að vera nauðsynlegar við notkun lyfsins.
Undanþágulyfið Glimepirid 1 mg er í þýskum umbúðum og er markaðsleyfishafi lyfsins 1APharma.