Halcion 0,125 mg og 0,25 mg töflur

Lyfið var afskráð um áramótin, undanþágulyf er fáanlegt

6. janúar 2022

Undanþágulyfið Halcion 0,125 mg (vnr. 988339) og 0,25 mg (vnr 988347) töflur eru komnar í sölu hjá heildsala.

22. desember 2021

Skráða lyfið Halcion frá Pfizer verður afskráð um áramót og eru birgðir af 0,25 mg töflum ófáanlegar hjá heildsala. Undanþágulyf er væntanlegt til landsins í byrjun janúar. Nánari upplýsingar verðar birtar um leið og komutími lyfsins er staðfestur.

Ráð til lyfjanotenda:

Enn eru einhverjar birgðir til í apótekum landsins. Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

Síðast uppfært: 13. janúar 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat