26. maí 2023
Vegna áframhaldandi skorts á Imdur, Ismo og Fem-mono Retard framlengir Lyfjastofnun, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, heimild lyfjafræðinga í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir fyrrnefnd lyf í undanþágulyfið Promocard Durette 50 mg forðatafla, í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á til 15. júní 2023.
28. apríl 2023
Skráðu lyfin Imdur 30 mg, Imdur 60 mg, Ismo 60 mg og Fem-Mono Retard 60 mg eru ófáanleg. Lyfin eru væntanleg aftur í júní, að undanskildu Fem-Mono Retard sem er væntanlegt í október.
Vegna skorts á skráðu lyfjunum heimilar Lyfjastofnun, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, lyfjafræðingum í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir ofangreind lyf í eftirfarandi undanþágulyf, í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á:
- Vnr. 991407 Promocard Durette 30 mg forðatafla 30 stk.
Heimild til að breyta lyfjaávísun yfir í undanþágulyfin gildir til 1. júní 2023.
Undanþágulyfið er í hollenskum umbúðum og er markaðsleyfishafi lyfsins TopRidge Pharma Limited.
Athugið að þegar lyfjaávísun fyrir lyf í 60 mg styrkleika er breytt í 30 mg undanþágulyf þurfa lyfjafræðingar að umreikna og tryggja réttar skammtastærðir. Lyfjafræðingar skulu upplýsa lyfjanotendur um breytta skammtastærð, þegar við á, ásamt því að lyfið hafi ekki íslenskt markaðsleyfi og gera grein fyrir mögulegum aukaverkunum og öðrum upplýsingum sem kunna að vera nauðsynlegar við notkun lyfsins.