Markaðsleyfishafi Losatrix hefur ákveðið að stöðva sölu og innkalla allar pakkningar frá apótekum tímabundið. Um er að ræða varúðarráðstöfun vegna þess að nýverið kom í ljós að lyfið uppfyllir ekki ströngustu gæðaskilyrði.
Leiðbeiningar til lyfjanotenda: Hugsanlegt er að þér verði boðið sambærilegt lyf með öðru heiti næst þegar þú leysir út lyfið í apóteki. Samheitalyf með sama virka innihaldsefni og Losatrix eru fáanleg og lyfjafræðingar í apótekum geta veitt nánari upplýsingar. Fylgdu leiðbeiningum lyfsins sem þú færð hjá lækni og/eða lyfjafræðingi í apóteki. Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í fylgiseðli þess sem fylgir í pakkningu lyfsins.
Lyfjastofnun mun miðla frekari upplýsingum eftir þörfum.