Lyfjaskortur – hver er staðan í viku 28?

Samantekt á stöðu lyfjaskorts og áhrifa hans á lyfjanotendur og heilbrigðiskerfið

Lyfjastofnun birtir vikulega  samantekt um stöðu lyfjaskorts þar sem lögð er áhersla á að veita upplýsingar um stöðu lyfjaskorts  og þau áhrif sem hann getur haft á lyfjanotendur og heilbrigðiskerfið.

Lyfjafyrirtækjum ber skylda til að tilkynna um lyfjaskort til Lyfjastofnunar. Mikilvægt er að tilkynningar um fyrirsjáanlegan lyfjaskort berist með góðum fyrirvara. Þegar ljóst er að lyf mun fara í skort er mikilvægt að nýta fyrirvarann til að bregðast við og draga úr áhrifum skortsins á lyfjanotendur og heilbrigðiskerfið. Samstarf lyfjafyrirtækja, Lyfjastofnunar og heilbrigðisstarfsmanna  sem og gott upplýsingaflæði og nægur fyrirvari er lykillinn að því að hægt sé að leita lausna. Þannig má ýmist koma í veg fyrir lyfjaskort eða minnka þau áhrif sem hann getur haft á lyfjanotendur.

Lyfjastofnun vinnur markvisst að því að koma í veg fyrir lyfjaskort og milda þau áhrif sem skortur hefur á lyfjanotendur og heilbrigðiskerfið með margvíslegum aðgerðum.

Hvað er lyfjaskortur? Þegar lyf sem lyfjafyrirtæki (markaðsleyfishafi eða umboðsaðili þess hér á landi) hefur ákveðið að bjóða til sölu á Íslandsmarkaði er ófáanlegt.

Skipta má lyfjaskorti í tvennt eftir því hversu líklegur hann er að hafa áhrif á lyfjanotendur:

  • Lyfjaskortur sem er ólíklegt  að hafi áhrif á lyfjanotendur, til dæmis:
    • skortur í stuttan tíma og lyfið er þá fáanlegt í einhverjum apótekum,
    • önnur pakkningastærð er fáanleg,
    • annar styrkleiki er til og lyfjafræðingur aðlagar skömmtunarleiðbeiningar,
    • sama lyf frá öðrum framleiðanda er fáanlegt,
    • lyfjafræðingur getur skipt yfir í undanþágulyf samkvæmt heimild Lyfjastofnunar.

Í ofangreindum tilfellum getur læknir ávísað lyfi þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um skort og málið leysist í apóteki.

  • Lyfjaskortur sem gæti haft áhrif á lyfjanotendur. Í þessum tilfellum þarf læknir að breyta lyfjameðferð í aðra álíka lyfjameðferð (ekki hægt að leysa í apóteki) eða engin lyfjameðferð er fáanleg.

Ef upp hefur komið lyfjaskortur á tilteknu lyfi og tilkynnt hefur verið um hann til Lyfjastofnunar er hægt að sjá upplýsingar um skortinn þegar lyfinu er flett upp á vefnum lyf.is, dæmi:

Samantekt um tilkynntan lyfjaskort í viku 28

Síðast uppfært: 11. júlí 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat