19.júlí 2021
Undanþágulyfið Trimipramin Neuroxpharm 25mg 100 töflur er nú komið aftur í sölu hjá Distica.
12.júlí 2021
Skráða lyfið Surmontil 25 mg er ófáanlegt hjá heildsala og hefur verið afskráð af markaðsleyfishafa. Undanþágulyfið Trimipramin Neuroxpharm 25 mg 100 töflur er einnig ófáanlegt hjá heildsala en væntanlegt til landsins í sölu 25. júlí nk..
Ráð til lækna og lyfjafræðinga:
Pakkningar af undanþágulyfinu Vnr.979693 Trimipramin Neuraxpharm 25 mg 100 töflur kunna enn að vera fáanlegar í lyfjabúðum. En lyfið er sem fyrr segir væntanlegt aftur 25. júlí nk. Ef rjúfa þarf lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við ávísandi lækni og heilbrigðisstarfsfólk þar sem fráhvarfseinkenni kunna að koma fram þegar hætt er skyndilega á lyfinu. Listi yfir apótek á Íslandi.
Ráð til lyfjanotenda:
Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.