01. Getur hver sem er tilkynnt aukaverkun til Lyfjastofnunar?

Já, hver sem er getur tilkynnt aukaverkun lyfs til Lyfjastofnunar.

Tilkynningar um aukaverkanir frá almenningi eru mikilvægur þáttur í öflun upplýsinga um aukaverkanir lyfja og því hefur Lyfjastofnun tekið við tilkynningum um aukaverkanir frá almenningi frá 1. janúar 2008, á sérstöku eyðublaði á vef stofnunarinnar.

Hafðu samband við lækninn þinn ef þú upplifir aukaverkun sem þér finnst vera alvarleg eða ef hennar er ekki getið í fylgiseðli lyfsins. Læknirinn getur metið hvort breyta þurfi lyfjameðferðinni, tilkynnt aukaverkunina til Lyfjastofnunar og veitt upplýsingar úr sjúkraskrá, en það auðveldar mat stofnunarinnar á aukaverkuninni. Aðstæður geta valdið því að einstaklingur vill ekki leita til læknis vegna aukaverkunar. Einstaklingar geta því sjálfir tilkynnt beint til Lyfjastofnunar. Einnig getur einstaklingur leitað til lyfjafræðings í apóteki telji hann sig verða fyrir aukaverkun af lyfi.

Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat