01. Hvað er lausasölulyf?

Lausasölulyf er hugtak sem notað er yfir lyf sem heimilt er að selja hér á landi án lyfseðils. Lyfin eru afhent í umbúðum framleiðanda, með þeim áletrunum sem taldar eru nauðsynlegar fyrir notandann. Með hverri pakkningu er einnig fylgiseðill með mikilvægum upplýsingum. Ávallt skal lesa fylgiseðilinn áður en byrjað er að nota lyfið. Fylgiseðlar eru einnig birtir á sérlyfjaskrá.

Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat