01. Hver er munurinn á lagalegri stöðu Tetrahýdrókannabínól (THC) og kannabídíól (CBD)?

Tetrahýdrókannabínól (THC) og kannabídíól (CBD) eru hvoru tveggja efni unnin úr kannabisplöntunni Cannabis Sativa.

Samkvæmt reglugerð nr. 233/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyldefni er THC bannað á íslensku yfirráðasvæði, nema skv. nánar tilgreindri undanþáguheimild í reglugerðinni, s.s. í tilfellum skráðra lyfja.

Samkvæmt nefndri reglugerð um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyldefni kemur THC magn ekki til álita þegar litið er til þess hvort efnið falli undir gildissvið reglugerðarinnar. Af því leiðir að innihaldi vara snefilmagn af THC telst hún innihalda efni sem bannað er á íslensku yfirráðasvæði.

Ekki er fjallað um CBD í reglugerð um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyldefni. Efnið er því ekki bannað á íslensku yfirráðasvæði. Vegna lyfjavirkni CBD kann þó að vera að vörur sem innihalda CBD séu óheimilar, leyfisskyldar eða að um þær gildi einhverjar aðrar sérstakar kröfur.

(24.9.2020)

Síðast uppfært: 5. janúar 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat