01. Má ég kaupa lyf á netinu?

Já. Einstaklingar mega kaupa lyf með fjarsölu og fá þau send til Íslands ef þau eru keypt af aðila sem starfar í aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins og hefur heimild til lyfsölu.

Heimild þessi nær ekki yfir lyf sem innihalda að hluta til efni sem tilgreind eru í fylgiskjali I við reglugerð nr. 233/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, og lyf sem innihalda vefaukandi stera, peptíð hormóna ,og vaxtarþætti með efnum sem finna má í köflum S1 og S2 á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA; World Anti-Doping Agency).

Um þetta er fjallað í 4., 5. og 6. gr. reglugerðar nr. 1277/2022 um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota.

(30.6.2023)

Síðast uppfært: 30. júní 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat