01. Má ég kaupa lyf á netinu?

Já, einstaklingar mega kaupa lyf á netinu ef þau eru keypt af aðila sem starfar í aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins og hefur heimild þess ríkis sem um ræðir til að selja lyf á netinu (sjá svar við spurningu nr. 2). Þá þurfa slík kaup, þ.m.t. innflutningur til Íslands, að uppfylla kröfur sem gerðar eru í reglugerð nr. 212/1998, um innflutning á lyfjum til eigin nota, með síðari breytingum (sjá svar við spurningum nr. 3, 4, 5, 6 og 7).

Takmarkanir eru í reglugerðinni á innflutningi ávana- og fíkniefna, vefjaaukandi stera og vaxtarhormóna.

Lyfsöluleyfishöfum á Íslandi er einnig heimilt að starfrækja póst- og netverslun með lyf samkvæmt reglugerð nr. 560/2018 um póst- og netverslun með lyf. Heimildin nær til ávísunarskyldra lyfja og lyfja sem seld eru án lyfjaávísunar, með þeirri undantekningu að óheimilt er að afgreiða eftirritunarskyld lyf í póst- og netverslun.

(10.10.2019)

Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat