03. Er hægt að sækja um lækkun árgjalda ?

Já, það er hægt en lyfið sem um ræðir þarf að uppfylla ákveðin skilyrði svo það sé hægt:

  1. Upplýsingar um lyfið þurfa að hafa verið í lyfjaskrám 31. desember sl.
  2. Ekki er markaðssett hér á landi lyf sem getur komið í stað lyfs sem um ræðir.
  3. Samanlögn ársvelta (heildsöluverð án vsk) allra lyfjaforma/styrkleika lyfsins síðasta árs er innan við 500.000 kr.

Ef sækja á um lækkun árgjalds þarf að fylla út eyðublað: „Umsókn um lækkun árgjalda“.

Senda skal útfyllt eyðublað ásamt fylgibréfi umsækjanda til Lyfjastofnunar eftir 1. janúar og í síðasta lagi fyrir 20. janúar ár hvert. Ekki verður veittur afsláttur vegna umsókna sem berast Lyfjastofnun eftir þann tíma. Hverju fylgibréfi mega fylgja umsóknareyðublöð vegna lyfja frá sama markaðsleyfishafa. Hvert eyðublað má ná yfir alla styrkleika eins lyfjaforms.

Í umsókn þurfa að koma fram upplýsingar um veltu lyfs sl. 2 ár. Með veltu er átt við samanlagt heildsöluverðmæti allra pakkninga allra lyfjaforma og styrkleika viðkomandi lyfs, án virðisaukaskatts.

(09.11.2017)

Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat