Hvort aukaverkun er óásættanleg ræðst af þeim sjúkdómi sem verið er að meðhöndla. Ekki er ásættanlegt að hafa margar eða alvarlegar aukaverkanir ef sjúkdómurinn er vægur. Sjúklingar með alvarlega sjúkdóma geta þurft að sætta sig við fleiri og alvarlegri aukaverkanir.
Þó að aukaverkunin sé óþægileg er mikilvægt að hætta ekki að taka lyfið án samráðs við lækni. Læknirinn yfirfer meðferðina og metur hvort áhættan af töku lyfsins er orðin meiri en ávinningurinn, þ.e. hvort aukaverkunin sé það slæm að það gefi tilefni til að hætta meðferð.