03. Hvernig veit ég hvort aðili á netinu hafi heimild til lyfsölu?

Í tengslum við lyfsölu innan Evrópska efnahagssvæðisins hafa evrópsk stjórnvöld innleitt sameiginlegt kennimerki fyrir netverslanir með lyf. Kennimerkið tryggir að verið sé að versla við lögmæta aðila sem hafa heimild til lyfsölu á netinu. Þegar smellt er á sameiginlega kennimerkið áttu að flytjast yfir á vefsvæði viðkomandi lyfjastofnunar þar sem finna má skrá yfir þá aðila sem hafa heimild til lyfsölu á netinu.

(30.6.2023)

Síðast uppfært: 30. júní 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat