04. Er hættulegt fyrir fólk að nota ívermektín?

Lyfið hefur verið samþykkt til meðferðar hjá dýrum og einnig hjá mönnum í sumum tilvikum. Það hefur hins vegar ekki verið samþykkt sem meðferð við COVID-19. Ekki ætti að taka lyf, hvorki þetta né önnur, sem forvörn eða til meðferðar við sjúkdómnum, nema læknir hafi ávísað því og uppruni þess sé í samræmi við lög og reglur.

Því ætti ekki að nota ívermektín við eða gegn COVID-19 þar sem niðurstaða um mat á ávinningi og áhættu liggur ekki fyrir. Nauðsynlegt er að endanlegar niðurstöður úr klínískum rannsóknum liggi fyrir áður en hægt er að fullyrða um öryggi lyfsins og verkun þess sem meðferð við eða forvörn gegn COVID-19.

Ýmsar aukaverkanir geta fylgt notkun ívermektíns. Nefna má útbrot, ógleði og uppköst, niðurgang og magaverki. Einnig bólgur í andliti og útlimum, aukaverkanir sem tengjast taugakerfinu svo sem svima, flog, og rugl. Þá getur skyndileg lækkun blóðþrýstings fylgt notkun lyfsins, alvarleg útbrot í húð komið fram, sem og lifrarskaði. Rannsóknir hafa einnig sýnt fækkun hvítra blóðkorna, og hækkandi gildi ýmissa efna í lifur.

Rétt er að ítreka að ekki ætti nota ívermektín við eða gegn COVID-19 fyrr en endanleg niðurstaða um mat á ávinningi og áhættu liggur fyrir, og hægt er að fullyrða um öryggi lyfsins og verkun þess sem meðferð við eða forvörn gegn COVID-19.

Síðast uppfært: 23. mars 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat