Lyfjaeftirlitsgjöld eru lögð á árlega eftir á. Fyrirtæki sem eru með lyfjaframleiðsluleyfi í gildi á árinu á undan álagningarári eru eftirlitsskyldir aðilar og þurfa því að greiða lágmarksgjald þó engin sala sé fyrir hendi. Þetta á einnig við þó að leyfið sé einungis í gildi stuttan tíma ársins sem um ræðir.
(09.11.2017)