04. Hvar er hægt að kaupa lausasölulyf?

Lausasölulyf er hægt að kaupa í lyfjabúðum og lyfjaútibúum. Heimilt að selja utan lyfjabúða flúorlyf og minnstu pakkningar og minnsta styrkleika nikótínlyfja sem ekki eru lyfseðilsskyld.

Ákveðnar almennar verslanir hafa fengið undanþágu frá Lyfjastofnun til afgreiðslu tiltekinna lausasölulyfja. Slíkar undanþágur eru aðeins veittar þar sem ekki er starfrækt apótek eða lyfjaútibú.

Síðast uppfært: 25. maí 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat