01. Hvernig/hvar á að geyma lyf?

Í lyfjum eru virk efni og á því alltaf að geyma þau þar sem börn hvorki ná né sjá til. Lyf eru viðkvæm vara og því er mikilvægt að þau séu geymd á réttan hátt til að þau haldi verkun sinni. Upplýsingar um geymsluskilyrði koma fram í fylgiseðli og á umbúðum.

Ef geyma á lyf í kæli þarf að gæta að því að hitastigið sé ekki of lágt og lyfin mega alls ekki frjósa. Það þarf því að velja lyfjunum góða stað í kælinum þar sem engin hætta er á að þau frjósi.

Lyf sem geyma á við herbergishita (15-25°C) eru iðulega geymd í eldhús- eða baðherbergisskápum. Þá þarfa að athuga að ljós undir eða yfir skápunum, eða tæki sem gefa frá sér hita, geta hitað skápinn þannig að hann verði óhæfur til að geyma í honum lyf. Á baðherbergjum er líka oft mikill raki sem getur eyðilagt lyfin.

(11.4.2016)

Síðast uppfært: 22. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat