05. Hvað kostar að senda vöru til flokkunar hjá Lyfjastofnun og hvenær hefst flokkunin?

Flokkun vöru hefst þegar greitt hefur verið upphafsgjald vegna flokkunar.

Upplýsingar um upphafsgjald vegna flokkunar vöru er að finna í viðauka I við gjaldskrá Lyfjastofnunar og er það óafturkræft.

Krefjist flokkunin mikils undirbúnings af hálfu Lyfjastofnunar eða vinna við flokkunina er sérstaklega umfangsmikil skal innheimta tímagjald sérfræðings samkvæmt sama viðauka. Ef til kemur að rukka þarf auka gjald vegna flokkunarinnar þá skal það tilkynnt umsækjanda fyrirfram og honum gefinn kostur á að draga umsóknina til baka. Tímagjald sérfræðings er aldrei hærra en upphafsgjald vegna flokkunar og því getur heildarkostnaður aldrei orðið hærra en tvöfalt upphafsgjald.

(27.11.2018)

Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat