Í 2. gr. reglugerðar nr. 212/1998, um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota, með síðari breytingum, segir að einstaklingur skuli geta framvísað vottorði læknis, lyfseðli eða annarri skriflegri yfirlýsingu ásamt fyrirmælum um notkun, er færi fullnægjandi sönnur á að lyfjanna hafi verið aflað með lögmætum hætti og að lyfin séu honum nauðsynleg í því magni sem tilgreint er.
Í þessu felst að einstaklingur sem flytur inn lyf til eigin nota þarf að geta sýnt fram á tvennt, sé þess óskað:
- að lyfin séu viðkomandi einstaklingi nauðsynleg í því magni sem er í sendingunni/farangrinum (t.d. hægt að gera með lyfseðli frá íslenskum lækni þar sem fram kemur hversu mikið einstaklingurinn skal nota á dag).
- að viðkomandi einstaklingur hafi aflað lyfjanna á lögmætan hátt (t.d. hægt að gera með því að framvísa kvittun frá þeim aðila sem seldi lyfin og sýna fram á að sami aðili hafi heimild til að selja lyf).
Upplýsingar um leyfilegt magn lyfja í sendingu/farangri er að finna í svari við spurningum nr. 3, 4, 6 og 7.
(17.3.2016)