05. Hve algengar eru aukaverkanir?

Með öllum lyfjum, sem eru markaðssett á Íslandi, á að vera fylgiseðill á íslensku. Í fylgiseðlinum er m.a. að finna upplýsingar um verkun lyfsins og hvaða aukaverkanir eru þekktar. Þennan fylgiseðil má einnig finna í Sérlyfjaskrá.

Aukaverkanir eru flokkaðar eftir algengi. Aukaverkun telst

  • Mjög algeng ef hún kemur fram hjá 1 af hverjum 10 eða oftar,
  • Algeng ef hún kemur fram hjá 1 til 10 af hverjum 100,
  • Sjaldgæf ef hún kemur fram hjá 1 til 10 af hverjum 1000,
  • Mjög sjaldgæf ef hún kemur fram hjá 1 til 10 af hverjum 10.000,
  • Kemur örsjaldan fyrir ef hún kemur sjaldnar fram en hjá 1 af hverjum 10.000,
  • Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla algengi út frá fyrirliggjandi gögnum).

Athugið að ekki er þörf á að tilkynna aukaverkanir sem flokkast sem algengar eða mjög algengar í fylgiseðli með lyfinu nema þær séu alvarlegar.

Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat