05. Hvernig verður með undanþágulyf sem flutt eru inn frá Bretlandi?

Undirbúningur Lyfjastofnunar fyrir útgöngu Breta miðast fyrst og fremst við lyf sem hafa íslenskt markaðsleyfi. Útgangan ein og sér hefur ekki áhrif á stöðu undanþágulyfja sem flutt eru til landsins frá Bretlandi, þ.e. áfram verður hægt að flytja til landsins og selja undanþágulyf frá Bretlandi. Þó er ekki hægt að útiloka að framboð á lyfjum í Bretlandi breytist vegna aðstæðna þar í landi, t.d. framboðs sem og aðgerða þarlendra stjórnvalda til að tryggja eigin hag.

(6.2.2020)

Síðast uppfært: 29. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat