06. Af hverju er mikilvægt að lesa fylgiseðilinn?

Með öllum lyfjum, sem eru markaðssett á Íslandi, á að vera fylgiseðill á íslensku. Í fylgiseðlinum er að finna upplýsingar um verkun lyfsins og hvaða aukaverkanir eru þekktar og tíðni þeirra. Þennan fylgiseðil má einnig finna í Sérlyfjaskrá.

Í fylgiseðlinum eru einnig upplýsingar um innihaldsefni, verkunarmáta, hvað hugsanlega þarf að varast, skömmtun og geymslu lyfsins. Þessar upplýsingar er mikilvægt að þekkja til að nota lyfið rétt og geyma það við réttar aðstæður. Þó þarf að hafa í huga að stundum ávísar læknir öðrum skömmtum en getið er um í fylgiseðli og er þá mikilvægt að fara eftir fyrirmælum læknisins.

Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat