06. Hvernig skal ákvarða 30 daga skammt eftirritunarskylds lyfs ?

Ákveða skal 30 daga skammt út frá notkunarfyrirmælum í lyfjaávísun. Ef notkunarfyrirmæli eru þess eðlis að ekki liggur nákvæmlega fyrir hver 30 daga skammtur skal vera, skal læknir tilgreina í lyfjaávísun það magn sem hann heimilar að sé afgreitt. Það magn má ekki vera meira en sem nemur mestu notkun sem læknir gerir ráð fyrir á mánuði, sbr. IV. kafla reglugerðar nr. 233/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni.

(11.7.2018)

Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat