Lausn sem snýr að fyrirtækjakennitölum er í vinnslu. Fram að þeirri lausn metur lyfjafræðingur í apóteki með hvaða hætti skal ganga úr skugga um ótvírætt umboð viðkomandi til að sækja lyf.
Jafnframt er lyfjafræðingi heimilt að víkja frá kröfu um umboð við afhendingu lyfja þegar sérstaklega stendur á. Nánar er fjallað um þá heimild í spurningu 11.