09. Mun Lyfjastofnun gefa út leiðbeiningar um hvernig skuli staðið að rafrænni undirritun/staðfestingu lyfjafræðings?

Þegar fram líða stundir kann að vera að Lyfjastofnun gefi út leiðbeiningar um hvernig skuli staðið að rafrænni undirritun. Á þessum tímapunkti verða ekki gerðar sérstakar kröfur til rafrænnar undirritunar um fram það sem segir í 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1266/2017, þ.e. að staðfesting lyfjafræðings á að rétt lyf hafi verið tekið til og áritun sé í samræmi fyrirmæli útgefanda lyfjaávísunar sé fram sett með rekjanlegum hætti.

11.7.2018

Síðast uppfært: 22. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat