EU Clinical Trials Register er skrá sem inniheldur upplýsingar um klínískar lyfjarannsóknir með inngripi, sem framkvæmdar eru í ríkjum Evrópusambandsins eða á Evrópska efnahagssvæðinu, og byrjuðu eftir 1. maí 2004.
Upplýsingarnar sem eru í EU Clinical Trials Register eru teknar úr EudraCT gagnagrunninum (gagnagrunni fyrir klínískar lyfjarannsóknir framkvæmdar innan ESB eða Evrópska efnahagssvæðisins). Upplýsingarnar sem fylgja umsókn um klíníska lyfjarannsókn á Íslandi eru uppfærðar af Lyfjastofnun. Þegar rannsókn hefur verið samþykkt eða henni hafnað af Vísindasiðanefnd, er þeim upplýsingum bætt við.
Nánari upplýsingar á vef EMA
(11.06.2018)