10. Hvað ræður því á hvern reikningur er stílaður ?

Á gildandi umsóknareyðublaði vegna umsókna um markaðsleyfi, endurnýjun markaðsleyfa og um tegundabreytingar er sérstakur reitur fyrir upplýsingar um hvert skuli senda reikning vegna umsóknargjalds, þ.e. „Billing address (When relevant)“. Lyfjastofnun sendir reikning til þess sem tilgreindur er í greiðsluupplýsingareit. Ef ekkert land er tiltekið en aðeins gefið upp eitt heimilisfang vegna reiknings er reikningur sendur á það heimilisfang. Ef ekkert heimilisfang er í greiðsluupplýsingareit er reikningur sendur til umboðsmanns/markaðsleyfishafa. Að gefnu tilefni vill Lyfjastofnun árétta mikilvægi þess að upplýsingar sem koma fram í greiðsluupplýsingareit séu réttar.

(09.11.2017)

Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat