10. Hvaða merkingu hefur rauði varúðarþríhyrningurinn?

Rauði varúðarþríhyrningurinn er hluti af sérkröfum fyrir Ísland (blue box) um viðbótaráletranir fyrir umbúðir lyfja. Lyf sem geta dregið úr hæfni til aksturs og notkunar véla eiga að vera merkt með varúðarþríhyrningi. Þessi viðbótaráletrunarkröfu má rekja til þess tíma þar sem sameiginleg regla þess efnis gilti á öllum Norðurlöndunum en staðan hefur breyst á síðastliðnum árum. Rauði varúðarþríhyrningurinn er notaður á pakkningar í Danmörku, Noregi og Finnlandi. Í Danmörku og Noregi eru til listar yfir virk efni lyfja sem bera eiga varúðarþríhyrning, en þeir listar eru ekki samhljóða. Rauði þríhyrningurinn er ekki notaður lengur í Svíþjóð.

Þessar mismunandi kröfur milli Norðurlandanna hafa skapað misræmi fyrir Ísland. Lyf á íslenskum markaði eru mjög oft í fjöllanda pakkningum og vegna smæðar markaðarins deilir Ísland oftar en ekki pakkningum með einhverju Norðurlandanna. Afleiðingin er að lyf markaðssett á Íslandi sem geta haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla eru ekki öll merkt með varúðarþríhyrningi og fer eftir því með hverju Norðurlandanna Ísland deilir pakkningu. Upplýsingar um áhrif lyfja hvað varðar akstur og notkun véla eru ávallt tilgreind í fylgiseðli hvers lyfs og því afar mikilvægt að lesa fylgiseðilinn.

(15.5.2020)

Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat