11. Hafa lyfjafræðingar heimild til að víkja frá umboðsákvæðinu?

Í reglugerð nr. 740/2020 um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja er heimild fyrir lyfjafræðinga til að víkja frá kröfu um umboð við afhendingu lyfja þegar sérstaklega stendur á. 

Lyfjafræðingar geta byggt ákvörðun sína um að víkja frá umboðskröfu út frá gögnum opinbera aðila.  Má þar t.d. nefna gögn frá opinberum aðilum eða lækni sjúklingsins sem útskýra hvers vegna aðstandandi sækir lyfin án umboðs og hvers vegna er ekki hægt að uppfylla kröfu um umboð. 

Síðast uppfært: 10. febrúar 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat