11. Hvernig á að standa að móttöku lyfjaávísana sem berast í símtali læknis til apóteks.

Vakin er athygli á að skv. 6. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 1266/2017 er lyfjafræðingi heimilt að útbúa lyfjaávísun skv. símtali í rafrænu afgreiðslukerfi lyfjabúðar sem viðkomandi starfar hjá enda sé það auðkennt með skýrum og ótvíræðum hætti. Lyfjastofnun hyggst ekki á þessum tímapunkti gefa út sérstakar leiðbeiningar um framkvæmd þessa ákvæðis, þó að það geti mögulega komið til þegar fram líða stundir. Lyfjastofnun bendir þó á í dæmaskyni að mögulegt er fyrir lyfjafræðing að taka niður upplýsingar úr slíku símtali á blað ef svo ber undir og færa upplýsingarnar í rafrænt afgreiðslukerfi lyfjabúðar síðar meir ef slíkar aðstæður eru fyrir hendi.

11.7.2018

Síðast uppfært: 22. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat