13. Ég nota lyf að staðaldri. Nýlega kláraðist lyfið hjá mér og ég náði ekki í lækninn. Í apóteki fékk ég þær upplýsingar að ég gæti keypt lyfið án lyfseðils, en aðeins í lítilli pakkningu og yrði að greiða lyfið að fullu. Ég gerði þetta en þegar heim var komið las ég fylgiseðil lyfsins og þar var ekki minnst á sjúkdóminn sem ég nota lyfið við. Um hann er fjallað í fylgiseðli stærri pakkninganna sem ég fæ venjulega. Hvernig stendur á þessu?

Þegar lyf eru samþykkt til lausasölu er horft til öryggis lyfsins við sjálfsmeðhöndlun en ekki er alltaf talið öruggt að mæla með sjálfsmeðhöndlun við öllum sjúkdómum eða einkennum sem lyfið er ætlað við. Lyf geta verið notuð við margskonar sjúkdómum eða sjúkdómseinkennum en sjálfsmeðhöndlun ekki talin örugg við þeim öllum. Af þessu leiðir að ráðleggingar um við hverju má nota lyfið geta verið öðruvísi fyrir lausasölupakkningu lyfsins en þá pakkningu sem er lyfseðilsskyld. Í Sérlyfjaskrá eru stundum birtir mismunandi fylgiseðlar eftir pakkningum.

Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat