13. Hvernig skrá fagaðilar sig í Eudamed?

a. Fyrst þarf að verða sér úti um aðgang í upplýsingakerfi Evrópusambandsins, CIRCABC - EU login.

b. Þegar aðgangur hefur verið veittur er farið inn á vef framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og smellt á „EUDAMED restricted“. Þar er svo smellt á “Create Account”. Upp koma tveir flipar og er sá valinn sem er blár og í stendur „Actor registration“.

c. Þegar aðgangur hefur verið búinn til er hægt að skrá inn umbeðnar upplýsingar um fyrirtækið og þær upplýsingar eru síðan sendar í staðfestingarferli.

d. Lyfjastofnun mun í kjölfarið fá tilkynningu um að stofnunarinnar bíði skráning fagaðila til samþykktar. Sérfræðingar Lyfjastofnunar yfirfara og staðfesta upplýsingarnar og samþykkja ef engar athugasemdir eru. Við það verður til einkvæmt skráningarnúmer sem Lyfjastofnun sendir til viðkomandi aðila.

Síðast uppfært: 3. september 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat