21. Fæ ég samþykktarbréf frá Lyfjastofnun fyrir landsskráð lyf (lands/MR/DC) í verkdeilingar (worksharing) umsókn sem hafa ekki áhrif á lyfjatexta og EMA er matsyfirvald í ferlinu?

Nei. Lyfjastofnun sendir ekki út samþykktarbréf fyrir landsskráð lyf í þessum tilvikum. Líta má á breytingar sem ekki hafa áhrif á lyfjatexta sem samþykktar af Lyfjastofnun þegar álit EMA (CHMP opinion) liggur fyrir. Hafi verkdeilingarumsókn áhrif á lyfjatexta eiga umsækjendur að senda uppfærða lyfjatexta til Lyfjastofnunar við lok ferils á [email protected].

Textar eiga að vera á word formi og senda skal eitt skjal með breytingum auðkenndum (highlighted) og annað hreint skjal (clean).

Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat