03.Hversu algengt er eitilfrumukrabbamein tengt brjóstapúðum?

Meinið er afar sjaldgæft. Í heiminum öllum eru nú greind um 800 tilfelli í hópi þeirra 35 milljóna kvenna sem fengið hafa brjóstapúða, sem þýðir eitt tilfelli á um 44 þúsund einstaklinga skv. upplýsingum þýsku lyfjastofnunarinnar (0,002% líkur).

Meirihluti tilvika tengist púðum með hrjúfri áferð en nákvæmar tölur um áhættu vegna einstakra tegunda púða liggja ekki fyrir. Þó eru vísbendingar um að tíðnin er varðar hrjúfustu gerðina sé eitt tilvik á hver 4.000 ígræði samkvæmt tölum frá Ástralíu og Nýja Sjálandi (0,025% líkur).

Síðast uppfært: 22. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat