Já, einstaklingur má hafa allt að 100 daga skammt af flestum lyfjum til eigin nota í farangri. Lyfin þurfa að uppfylla kröfur sem gerðar eru í reglugerð nr. 212/1998, um innflutning á lyfjum til eigin nota, með síðari breytingum (sjá svar við spurningu nr. 5).
Takmarkanir eru í reglugerðinni á innflutningi ávana- og fíkniefna, vefjaaukandi stera og vaxtarhormóna (sjá svar við spurningum nr. 6 og 7).
(17.3.2016)