02. Rafræni undanþágulyfseðillinn finnst ekki í apótekinu – hvert á að snúa sér?

Ef rafrænn undanþágulyfseðill sem er eldri en dags gamall finnst ekki í apóteki geta verið fyrir því nokkrar ástæður. Í öllum neðangreindum tilfellum liggur svarið hjá lækninum sem ávísaði lyfinu og hann er sá eini sem getur brugðist við:

  1. Læknir hefur ekki enn sent umsóknina.
  2. Undanþágubeiðninni hefur verið hafnað. Upplýsingar um höfnun eru sendar lækninum.
  3. Undanþágulyfseðillinn hefur verið sendur í annað apótek en sjúklingur bjóst við. Algengast er að lyfseðillinn birtist í lyfseðlagáttinni en læknir getur einnig valið að lyfseðillinn fari í ákveðið apótek eftir samþykki Lyfjastofnunar. Lyfjastofnun sér ekki hvert lyfseðillinn er sendur.

(6.11.2017)

Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat