Afgreiðslumerkingu Intuniv breytt

Hingað til hefur einungis ákveðnum sérfræðilæknum verið heimilt að ávísa lyfinu, en framvegis geta aðrir læknar einnig ávísað því

Lyfjastofnun hefur endurskoðað afgreiðslumerkingu lyfsins Intuniv (gúanfacín). Hingað til hefur einungis ákveðnum sérfræðilæknum verið heimilt að ávísa lyfinu (Z-merking), en framvegis geta aðrir læknar einnig ávísað því (R-merking).

Endurskoðun þessi var gerð með það að leiðarljósi að hafa afgreiðslumerkingu lyfsins í samræmi við önnur lyf með ábendingu við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) hjá börnum og unglingum.

Upplýsingar um afgreiðslutilhögun hafa þegar verið uppfærðar í sérlyfjaskrá og verða uppfærðar í næstu útgáfu lyfjaverðskrár sem tekur gildi 1. júní næstkomandi.

Í kafla 4.2 í samantekt á eiginleikum lyfsins (SmPC) um skammta og lyfjagjöf segir að sérfræðingur í hegðunarröskunum barna og/eða unglinga skuli hefja meðferð með lyfinu og hafa umsjón með henni.

Vakin er athygli á að öryggis- og fræðsluefni fylgir öllum styrkleikum lyfsins og má finna það í sérlyfjaskrá.

Lyfið er merkt svörtum þríhyrningi og er heilbrigðisstarfsfólk sérstaklega hvatt til að tilkynna grun um aukaverkanir af völdum lyfsins til Lyfjastofnunar.

Síðast uppfært: 23. maí 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat