Allir undanþágulyfseðlar verða á rafrænu formi

Frá og með miðvikudeginum 1. apríl næstkomandi mun Lyfjastofnun alfarið hætta að taka á móti undanþágulyfseðlum á pappírsformi. Allir læknar, tannlæknar, dýralæknar og heilbrigðisstofnanir skulu hér eftir senda undanþágulyfseðla á rafrænu formi.

Til að sækja um notkun á undanþágulyfjum eru nú tveir rafrænir möguleikar í boði:

 

  1. Umsókn um notkun undanþágulyfja/ávísun á einstakling. Þann 23. mars sl. var opnað fyrir þann möguleika hjá Embætti landlæknis að allir læknar geti ávísað undanþágulyfjum með því að skrá sig inn á vef embættisins. Allir læknar hafa verið upplýstir um þessa úrlausn og útfærslu af Embætti landlæknis.
  2. Umsókn um notkun undanþágulyfja fyrir heilbrigðisstofnanir, læknastofur og dýralækna. Þær stofnanir sem notast við lyfseðlagáttina geta notað hana til að senda inn rafræna undanþágubeiðni. Þær stofnanir sem ekki hafa tök á að senda inn rafræna undanþágu í gegnum lyfseðlagáttina geta fyllt út eyðublað og sent það á [email protected]. Þessar umsóknir verða afgreiddar rafrænt hjá Lyfjastofnun. Umsækjandi fær annaðhvort höfnun eða samþykki í tölvupósti ásamt rökstuðningi ákvörðunarinnar. Sé umsókn samþykkt sendir Lyfjastofnun samþykktina með tölvupósti á tilgreinda lyfjaheildsölu, með umsækjanda í afriti. Í þeim tilvikum fær umsóknin einnig tilvísunarnúmer sem hægt er að vísa í hjá heildsölu ef þörf krefur. 

    Rétt er að taka fram að aldrei skal senda persónugreinanlegar upplýsingar sjúklinga í tölvupósti til stofnunarinnar

 

Síðast uppfært: 26. mars 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat