Alvarlegar aukaverkanir mun síður tilkynntar á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum

Söfnun upplýsinga um aukaverkanir og úrvinnslu þeirra er mikilvægur hlekkur í neytendavernd sem hefur það að markmiði að bæta notkun og auka öryggi lyfja. Því er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir, ekki hvað síst alvarlegar aukaverkanir. Hægt er að að senda slíkar tilkynningar til Lyfjastofnunar eða til markaðsleyfishafa.  

Í byrjun júlí birtist umfjöllun tveggja starfsmanna Lyfjastofnunar,  Ásdísar Bjarkar Friðgeirsdóttur og Hrefnu Guðmundsdóttur, í Læknablaðinu. Þar kemur fram að tilkynntar aukaverkanir sem teljast alvarlegar séu umtalsvert færri hér en annars staðar á Norðurlöndum; þetta sýndi samantekt um fjölda slíkra tilkynninga á Íslandi á árunum 2013-2016, borin saman við tilkynningar hjá frændþjóðunum.  

Umfjöllun þeirra Ásdísar og Hrefnu er nú birt hér á vefnum, ögn ítarlegri útgáfa en sú sem birtist í Læknablaðinu í sumar. M.a. hefur verið bætt við upplýsingum um tilkynningar alvarlegra aukaverkana fyrstu sjö mánuði þessa árs, 2018. Þær benda til þess að fleiri tilkynningar ættu að hafa borist, og að mun fleiri tilkynningar þurfi að skila sér inn það sem eftir er árs. 

Grein Ásdísar og Hrefnu á vef Lyfjastofnunar:
Skortur á tilkynningum um alvarlegar aukaverkanir lyfja til Lyfjastofnunar

Síðast uppfært: 12. september 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat