Minnt er á að PSUR þarf að senda í gegnum þar til gerða gátt (PSUR Repository) til að tryggja rétta og tímanlega yfirferð á öryggisskýrslunum.
Frá því í júní 2016 hefur markaðsleyfishöfum verið skylt að nota þessa leið til að senda yfirvöldum samantektarskýrslur um öryggi lyfs en enn ber á því að skýrslurnar berist eftir öðrum leiðum.
Hægt er að nálgast leiðbeiningar um allt sem viðkemur PSUR á vef EMA.