Áreiðanleiki fíkniefnaprófa til greiningar á Spice/K2 efnum breytilegur

Notendur hvattir til að kynna sér gaumgæfilega notkunarleiðbeiningar á íslensku

Lyfjastofnun vekur athygli aðila sem selja og nota fíkniefnapróf til greiningar á Spice/K2 efnum í þvagi á að áreiðanleiki slíkra prófa geti verið mjög breytilegur útfrá þeim samsetningum af Spice efnum sem eru í sölu á svörtum markaði hverju sinni.

Þar af leiðandi er erfitt að tryggja áreiðanleika slíkra greiningaprófa út frá þeirri staðreynd að Spice/K2 er samheiti margra ólíkra efnasambanda og þau efni sem í umferð eru taka reglulegum breytingum.

Notendur greiningaprófa eru hvattir til að kynna sér gaumgæfilega þær notkunarleiðbeiningar sem fylgja en slíkum prófum eiga að fylgja íslenskar upplýsingar.

Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat