Árið 2021 tekið saman hjá Lyfjastofnun Evrópu

Helstu atriði varðandi lyf fyrir menn og dýralyf

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur birt á vef sínum samantektir á því sem hæst bar varðandi lyf fyrir menn og dýralyf árið 2021.

Lyf fyrir menn

EMA mælti með útgáfu markaðsleyfa 92 lyfja fyrir menn. Þar af voru 53 lyf með ný virk innihaldsefni sem ekki höfðu áður verið samþykkt innan Evrópusambandsins. Er það 35% aukning frá árinu 2020, þegar 39 lyf með nýjum virkum innihaldsefnum voru samþykkt.

COVID-19 var í hæsta forgangi hjá EMA árið 2021. Stofnunin mælti með markaðsleyfum fjögurra bóluefna gegn sjúkdómnum og fimm lyfja til meðferðar hans. Þar að auki voru 33 nýir framleiðslustaðir COVID-19 bóluefna samþykktir með tilheyrandi aukinni framleiðslugetu og framboði bóluefnanna.

Dýralyf

EMA mælti með útgáfu markaðsleyfa tólf dýralyfja. Þar af voru sjö lyf með nýju virku innihaldsefni.

Nánar í frétt EMA um lyf fyrir menn og dýralyf.

Síðast uppfært: 17. febrúar 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat