Aukaverkanatilkynningar 2019

Árið 2019 bárust 230 tilkynningar um aukaverkanir lyfja til Lyfjastofnunar og er það aukning um 40 tilkynningar frá fyrra ári eða 28%. Síðustu ár hefur Lyfjastofnun markvisst hvatt heilbrigðisstarfsfólk og almenning að tilkynna aukaverkanir lyfja í auknum mæli. Stofnunin fagnar fjölgun tilkynninga þar sem þær koma til með að stuðla að auknu öryggi sjúklinga.

Fjöldi aukaverkanatilkynninga í desember 2019 var svipaður og í nóvember. Júlí og október skáru sig úr á árinu. Sá munur skýrist að stóru leyti af því að þá mánuði skiluðu sér niðurstöður úr markvissu samstarfi Landspítalans og Lyfjastofnunar til að fylgja sérstaklega eftir aukaverkanatilkynningum nýs líftæknihliðstæðulyfs. 

Allir geta tilkynnt aukaverkun lyfs

Rétt er að ítreka að allir geta tilkynnt aukaverkun lyfs til Lyfjastofnunar, almenningur jafnt sem heilbrigðisstarfsmenn. Tilkynning um aukaverkun getur verið mikilvæg jafnvel þótt aðeins sé um grun að ræða.

 

 

Síðast uppfært: 23. janúar 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat