Barnasmitsjúkdómalæknir gestur hlaðvarpsins

Rætt um bólusetningar barna og unglinga á aldrinum 12-15 ára

Í nýútkomnum hlaðvarpsþætti Lyfjastofnunar er rætt við Valtý Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalækni um bólusetningar barna og unglinga á aldrinum 12-15 ára.

Rætt var um hvað rannsóknir segja um bólusetningu þessa aldurshóps, um aukaverkanir bæði algengar og sjaldgæfari, hugsanlegar áhyggjur foreldra, og mat á því hvort kostir bólusetningar vegi þyngra en mögulegir ókostir.

Þátturinn er aðgengilegur í spilaranum hér neðar en einnig öllum almennum hlaðvarpsveitum s.s. Soundcloud og Spotify.

Fylgikvillar af því að smitast af veirunni eru mun verri og algengari heldur en aukaverkanir af bóluefnunum

Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir

Sjá einnig: Hvaða aukaverkunum geta ungmenni á aldrinum 12 - 15 ára átt von á í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19?

Síðast uppfært: 30. ágúst 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat