Birting ákvarðana um verð- og greiðsluþátttökumál

Lyfjastofnun fyrirhugar breytingu á fyrirkomulagi við birtingu ákvarðana. Umsagnir og athugasemdir berist fyrir 20. júní.

Við gildistöku lyfjalaga nr. 100/2020 tók Lyfjastofnun við hlutverki lyfjagreiðslunefndar við að ákvarða hámarksverð í heildsölu og smásölu á ávísunarskyldum lyfjum, öllum dýralyfjum, greiðsluþátttöku lyfja, leyfisskyldu og útgáfu lyfjaverðskrár.

Lyfjagreiðslunefnd viðhafði það verklag að birta fundargerðir nefndarinnar á vefsíðu sinni þar sem ákvarðanir nefndarinnar komu fram. Lyfjastofnun fyrirhugar að breyta fyrirkomulagi við birtingu ákvarðana um verð- og greiðsluþátttökumál þannig að fundargerðir verði ekki birtar, heldur tryggt að ákvarðanir verði birtar í lyfjaverðskrá og/ eða á vefsíðu Lyfjastofnunar.

Birting ákvarðana verður með eftirfarandi hætti frá og með 1. júlí 2022.

ÁkvarðanirBirting 
Verðumsóknir• Lyfjaverðskrá 
Greiðsluþátttaka almennra lyfja• Lyfjaverðskrá • Dálkur S „Greiðsluhlutur SÍ“
Einstaklingsbundin greiðsluþátttaka í almennum lyfjum• Lyfjaverðskrá • Dálkur AU „Ákvörðun LST um greiðsluþátttöku“*
Greiðsluþátttaka lausasölulyfja• Lyfjaverðskrá • Verð í dálki AQ „Greiðsluþátttökuverð“
Skilyrt greiðsluþátttaka almennra lyfja• Listi á vefsíðu Lyfjastofnunar • „Skilyrt greiðsluþátttaka dags dd.mm.áááá“, birtur samhliða útgáfu lyfjaverðskrár
Leyfisskylda lyfja• Listi á vefsíðu
Lyfjastofnunar  
• Lyfjaverðskrá
 • „Leyfisskyld lyf og ábendingar með samþykktri greiðsluþátttöku ákvarðað af  Lyfjastofnun frá og með 1.1.2021“, uppfært að jafnaði hálfsmánaðarlega
• Dálkur W „Leyfisskyld lyf“
Greiðsluþátttaka leyfisskyldra lyfja• Listi á vefsíðu
Lyfjastofnunar  
• Lyfjaverðskrá
 • „Leyfisskyld lyf og ábendingar með samþykktri greiðsluþátttöku ákvarðað af Lyfjastofnun frá og með 1.1.2021“, uppfært að jafnaði hálfsmánaðarlega
• Dálkur AU „Ákvörðun LST um greiðsluþátttöku“*
Röðun í viðmiðunarverðflokka• Lyfjaverðskrá
• Frávik frá verklagi í leiðbeiningaskjali á vefsíðu
Lyfjastofnunar
 • Dálkur AD „Viðmiðunarverðflokkur“
• „Röðun í viðmiðunarverðflokka
Niðurfelling úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts• Listi á vefsíðu Lyfjastofnunar • „Mánuður, ár
Aðrar ákvarðanir og merkingar er varða upplýsingagjöf sem fram fer í lyfjaverðskrá• Lyfjaverðskrá
• Listi á vefsíðu Lyfjastofnunar
 • Ýmsir dálkar lyfjaverðskrár
• „Helstu breytingar“, birtar samhliða útgáfu lyfjaverðskrár
Höfnun umsókna um greiðsluþátttöku, leyfisskyldu, röðun o.þ.h. Aðrar ótilgreindar ákvarðanir.• Listi á vefsíðu Lyfjastofnunar • Aðrar ákvarðanir Lyfjastofnunar í tengslum við verð- og greiðsluþátttökumál
Fyrirkomulag og niðurstaða verðendurskoðunar og endurskoðunar á greiðsluþátttöku• Fréttir á vefsíðu
Lyfjastofnunar
• Samráð við fulltrúa
hagsmunaaðila
 

*Unnið er að uppfærslu á upplýsingum í dálknum „Ákvörðun LST um greiðsluþátttöku“

Umsagnir og athugasemdir við breytt fyrirkomulag óskast sendar til Lyfjastofnunar á netfangið [email protected] fyrir 20. júní nk.

Síðast uppfært: 26. júlí 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat