Boðað til upplýsingafundar um umsóknareyðublað – hámarksheildsöluverð undanþágulyfja

Umsóknareyðublað um hámarksheildsöluverð undanþágulyfja verður uppfært til samræmis við nýjar verðlagsreglur sem tóku gildi 1. september sl. Lyfjastofnun óskar eftir samtali við hagsmunaaðila

Þar sem nýjar verðlagsreglur tóku gildi þann 1. september síðastliðinn þarf að uppfæra umsóknareyðublað um hámarksheildsöluverð undanþágulyfja. Lyfjastofnun hefur unnið drög að eyðublaði, þar sem er að finna fleiri spurningar en voru á fyrra eyðublaði. Þannig er vonast eftir að meiri skilvirkni, sem þar með myndi flýta fyrir afgreiðslu undanþágulyfseðla.

Upplýsingafundur 17. október kl. 13:00

Gagnlegt væri að fá samtal og sýn hagsmunaaðila á ný drög að umsóknareyðublaði áður en það verður tekið í notkun. Því efnir Lyfjastofnun til upplýsingafundar þriðjudaginn 17. október kl. 13:00 sem fram fer með fjarfundabúnaði á Teams.

Skráning á fundinn fer fram á formi könnunar, þar sem óskað er eftir nafni þátttakanda, heiti vinnustaðar og netfangi, og í kjölfarið verður sent út fundarboð. Vinsamlegast skráið ykkur ekki síðar en kl. 10 að morgni fundardagsins, þriðjudagsins 17. október nk.

Síðast uppfært: 16. október 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat