Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Forxiga

Ekki á lengur að nota lyfið Forxiga við meðferð á sykursýki af tegund 1

Markaðsleyfishafi lyfsins (AstraZeneca) hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna til að tilkynna þeim um að ekki nota lengur lyfið Forxiga (dapagliflozin) 5 mg við meðferð á sykursýki af tegund 1.

Samantekt bréfsins er sem hér segir:

  • Frá og með 25.október 2021 er Forxiga (dapagliflozin) 5 mg ekki
    lengur samþykkt til meðferðar hjá sjúklingum með sykursýki af
    tegund 1 og á ekki að nota lengur hjá þeim sjúklingum. Þetta er
    samkvæmt ákvörðun AstraZeneca um að fella brott ábendingu fyrir sykursýki af tegund 1 fyrir dapagliflozin 5 mg.
  • Ketónblóðsýring af völdum sykursýki er þekkt aukaverkun
    dapagliflozins. Í rannsóknum með dapagliflozin á sykursýki af
    tegund 1 var greint frá ketónblóðsýringu af völdum sykursýki sem
    algengri aukaverkun (kom fyrir hjá minnst 1 af hverjum
    100 sjúklingum).
  • Fræðsluefni fyrir heilbrigðisstarfsmenn og sjúklinga, sem var sent
    til að lágmarka hættu á ketónblóðsýringu vegna notkunar
    dapagliflozins hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 1, verður
    ekki lengur tiltækt.
  • Stöðvun meðferðar með dapagliflozini hjá sjúklingum með
    sykursýki af tegund 1 verður að vera í samráði við sérfræðing í
    sykursýki og ganga í gegn um leið og það hentar klínískt.
  • Þegar meðferð með dapagliflozini hefur verið hætt er ráðlagt að
    mæla glúkósa í blóði reglulega og insúlínskammtur skal aukinn
    varlega til að draga úr hættu á blóðsykursfalli.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um Forxiga í sérlyfjaskrá.

Tilkynning aukaverkana

Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist Vaxzevria (AstraZeneca) til Lyfjastofnunar.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat