Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Gilenya

Markaðsleyfishafi lyfsins Novartis hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna til að upplýsa um hættu á meðfæddri vansköpun fósturs sem hefur verið útsett fyrir Gilenya.

Vegna þessarar hættu má ekki nota Gilenya á meðgöngu eða hjá konum sem geta orðið þungaðar og nota ekki örugga getnaðarvörn.

Áður en meðferð hefst og meðan á meðferð stendur hjá konum sem geta orðið þungaðar á að ganga úr skugga um að:

 

  • Sjúklingur sé upplýstur um hættu á skaðlegum áhrifum á fóstur í tengslum við meðferð með Gilenya.
  • Neikvætt þungunarpróf liggi fyrir áður en meðferð með lyfinu hefst.
  • Örugg getnaðarvörn sé notuð meðan á meðferð stendur og í 2 mánuði eftir að meðferð lýkur.
  • Meðferð með Gilenya sé hætt 2 mánuðum fyrir fyrirhugaða þungun.

 

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu, og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um Gilenya í sérlyfjaskrá.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 3. september 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat