Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – lyf sem innihalda síldenafíl

Markaðsleyfishafar lyfja sem innihalda síldenafil hafa í
samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun hafa sent bréf
til heilbrigðisstarfsmanna
til þess að koma eftirfarandi á framfæri:

  • Klínísku STRIDER-rannsókninni, þar sem rannsökuð voru áhrif síldenafíls til að meðhöndla vaxtarskerðingu fósturs í móðurkviði, hefur verið hætt fyrr en áætlað var vegna hærri tíðni langvarandi lungnaháþrýstings hjá nýburum og hærri heildartíðni nýburadauða í þeim armi rannsóknarinnar sem fékk síldenafíl.
  • Síldenafil er ekki samþykkt til meðferðar við vaxtarskerðingu fósturs í móðurkviði.
  • Ekki má nota síldenafil við vaxtarskerðingu fósturs í móðurkviði.
  • Síldenafíl má einungis nota í samræmi við samþykktar lyfjaupplýsingar.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu, og að
auki má finna ítarlegar upplýsingar um lyf
sem innihalda síldenafíl í sérlyfjaskrá
.

Yfirlit
yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 16. október 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat