Markaðsleyfishafi lyfsins Allergan Pharmaceuticals Ireland, hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun, sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna til að tilkynna þeim að sílíkonögn hafi fundist í vefjalyfinu við eftirlit. Verið er að innkalla þær Ozurdex lotur af Evrópumarkaði sem vitað er að innihalda gallann.
Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu, og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um Ozurdex í sérlyfjaskrá.